Söfn og sýningar
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins og er hýst í þremur ólíkum húsum þar sem gestir kynnast síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. |
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar Þjóðlagasetrið er lifandi og skemmtilegt safn með íslenskum þjóðlögum þar sem gestir geta skoðað muni og myndbönd með kveðskap, söng og hljóðfæraleik. |
Ljóðasetur Íslands Ljóðasetur Íslands á sér enga hliðstæðu á landinu og býður gestum færi á að glugga í ljóðabækur og upplifa lifandi viðburði. |
Handverk og listir
Gallerí Sigló Gallerí Sigló er skemmtileg vinnustofa þar sem sérlega fallegir postulínsmunir eru unnir fyrir framan gesti og gangandi.
|
Gallerí Abbý Hjá Abbý eru sérlega skemmtilegir og mjög fjölbreyttir munir en listamaðurinn hefur lagt stund á marga listina gegnum tíðina.
|
Sjálfsbjörg Í Sjálfsbjörgu kennir ýmissa grasa og er þar unnið með gler, leir, postulín og fleira. Fjöldi listamanna kemur þar saman og nýtur góðra stunda við iðju sína.
|
Vinnustofa Fríðu Listamaðurinn Fríða er sá frumkvöðull sem dreif af stað verkefnið Héðinsfjarðartrefilinn sem tengdi bæjarkjarna Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Vinnustofan er skemmtilega fjölbreytt og lífleg.
|
Myndlistamaðurinn Bergþór Morthens var valinn fyrsti bæjarlistamaður fjallabyggðar. Djúp og magnþrungin verk einkenna listamanninn sem vekur mikla eftirtekt. |
Í Herhúsið sækja listamenn allstaðar að úr heiminum þar sem þeir koma og búa meðal íbúa Siglufjarðar og skapa list sýna. Í lok dvalar sýna þeir síðan afrakstur sköpunar sinnar. |
Alla Sigga er lendsþekkt fyrir skemmtilega lifandi trélistaverk sín sem prýða meðal annars Icelandair hótelin. Vinnustofa Öllu Siggu er staðsett í gamla Alþýðuhúsinu. |
Þessi fallegi salur við smábátahöfnina er staðsettur í Bláa húsinu hjá Rauðku og er nýttur til ýmissa viðburða en á sumrin eru þar meðal annars listasýningar í gangi. |
Útivera
Skíðasvæðið í Skarðsdal (Siglfirsku Alparnir) er meðal allra bestu skíðasvæðum á landinu. Þar er mikill snjór allan veturinn. Almenn opnun getur verið frá byrjun nóvember til loka apríl. Nánar> |
Golf Á Siglufirði er í dag níu holu golfvöllur en í uppbyggingu er nýr níu holu golfvöllur sem tilbúinn verður sumarið 2015 jafnt og sá gamli verður lagður af. Nýr golfvöllur hefur mikla sérstöðu þar sem spilað verður út í á og meðfram skógrækt.
|
Tvær sundlaugar eru í Fjallabygg, útilaug á Ólafsfirði og innilaug á Siglufirði. Á Ólafsfirði er skemmtileg laug fyrir fjölskyldur með rennibrautum, á báðum stöðum eru heitir pottar. |
Lífið við höfnina Smábátahöfnin iðar af lífi allt árið um kring og þá sérstaklega á sumrin þar sem ferðalangar geta fylgst með, spjallað við og jafnvel aðstoðað smábátasjómenn við löndun á afla dagsins.
|
Minigolf er ávalt vinsælt hjá yngstu kynslóðinni og er minigolfvöllurinn staðsettur við hlið Kaffi Rauðku við smábátahöfnina. |
Við smábátahöfnina á Siglufirði er hægt að fara í strandblak sem vinsælt er að spila meðal heimamanna. Strandblakvöllurinn er opinn frá byrjun júní og út ágúst. |
Á Siglufirði geta hópar óskað eftir bátsferðum, engar skipulagðar ferðir eru þó frá Siglufirði. Frá Ólafsfirði er hægt að fara í hvalaskoðun á vegum Norðursiglingar. |
Hjónin Gestur og Hulda halda úti fyrirtækinu Top Mountaineering þar sem þau bjóða uppá gönguleiðsögn og ýmsa aðra möguleika er við kemur afþreyingu á Siglufirði. |