Matsölustaðir
Hannes Boy er sérstæður veitingastaður með notalegri stemmningu við smábátahöfina. Einvala lið matreiðslumanna og þjóna leggja ástríðu í matargerð á þessum fallega veitingastað. |
Kaffihús Rauðku býður skemmtilegan matseðil sem höfðar til allra. Salöt, panini, kökur, smurbrauð og fjölbreytt úrval drykkja sem hægt er njóta innan dyra sem utan í nálægð við smábátahöfnina. Nánar> |
Hafnarkráin Lítil og skemmtileg hafnarkrá við vigtina á Siglufirði sem býður uppá einstakt andrúmsloft, verönd til setu utandyra og góðan matseðil fyrir þá svöngu. Opið meðan flaggið er á stöng.
|
Torgið Veitingahúsið Torgið, Pizza 67, stendur við ráðhústorg Siglufjarðar. Staðurinn býður fjölbreyttan matseðil sem höfðar til allra. Gómsætar pizzur, hamborgar og fiskur og franskar sem óhætt er að mæla með.
|
Allinn Við ráðhústorgið stendur Allinn í gamla bíóhúsi Siglufjarðar. Í Allanum er stór veislusalur fyrir ýmsar skemmtanir og böll en þar er einnig veitingastaður með pizzur, hamborgara og fisk og steikur.
|
Billinn Skyndibiti, snóker og pool. Á Billanum er bæði hægt að seðja hungur og sækja skemmtilega afþreyingu.
|
Bakaríið Margrómað Aðalbakaríið stendur vel undir nafni en það er staðsett rétt við ráðhústorgið. Siglfirsku ástarpungarnir eiga sér engan líkan og Kobbi bakari lofar ávalt nýbökuðum brauðum og gómsætum sætabrauðum.
|
Nautnabelgur á Siglunes Guesthouse Veitingastaðurinn Nautnabelgur er starfræktur í sumar á Hótel Siglunesi og verður opinn út ágúst. Eldhúsið er að jafnaði opið frá klukkan 19 – 22 frá miðvikudegi til sunnudags. |