Krossnefur er það!
Krossnefir eru nýir landnemar í fuglaríki Íslands og varp þeirra verið staðfest á nokkum stöðum undanfarin ár. Hann nærist mest á fræjum grenitrjáa og verpir um miðjan vetur meðan mest framboð er af slíkri fæðu.
Krossnefur er finkutegund sem lifir í skógum á norðurhveli jarðar. Karlfuglinn er fagurrauður og kvenfuglinn gullleitur. Einkenni krossnefsins er tilkomumikið nef þar sem skoltarnir ganga á víxl og af því dregur tegundin nafn sitt.
Krossnefir hafa mjög lengi verið þekktir sem gestir á Íslandi, sum ár koma þeir hingað í stórum hópum. Með aukinni ræktun barrtrjáa hér á Íslandi hafa skapast ný skilyrði fyrir þennan fugl.
Krossnefir hafa áður sést hér á Siglufirði.
ÖK.
Athugasemdir