Ferðamennska í Fjallabyggð

Ferðamennska í Fjallabyggð Á síðustu árum hefur verið unnið gott starf við uppbyggingu ferðamennsku í Fjallabyggð.  Þetta starf hefur að stórum hluta

Fréttir

Ferðamennska í Fjallabyggð

Egill Rögnvaldsson
Egill Rögnvaldsson

Á síðustu árum hefur verið unnið gott starf við uppbyggingu ferðamennsku í Fjallabyggð.  Þetta starf hefur að stórum hluta verið drifið áfram af einstaklingum og félagasamtökum í byggðarlaginu.  

Fjöldi lítilla vinnustofa listamanna og handverks fólks hafa sett skemmtilegan svip á samfélag okkar.  Allt hefur þetta gerst beint frá grasrótinni með takmörkuðum afskiptum bæjaryfirvalda. Tónlistar viðburðir eins og blues hátíð og þjóðlagahátíðin hafa dregið að sér fjöldann allan af ferðamönnum sem koma aftur ár eftir ár.  Öflugt safnastarf byggt á einstæðri sögu okkar hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningar og er þeim sem að því standa til sóma.

Ný hafin er áhugaverð ljósmynda keppni  um bestu fuglamynd sumarsins. Ljósmynda keppnin er hluti af markaðssetningu Hótel Brimnes á  Fjallabyggð sem náttúruperlu til fuglaskoðunar og gönguferða.  Framkvæmdir Rauðku við smábátahöfnina gefa vísbendingu um þá þróun sem framundan er í uppbyggingu á menningartengdri ferðamennsku.

Síðustu tvö ár höfum við séð umtalsverða aukningu ferðamanna yfir vetrartímann. Ekki er vafi á að okkar góða skíðasvæði á að geta verið aðdráttarafl sem eflir ferðaþjónustu í byggðarlaginu og jafnar út árstíðasveiflur. 
Allt það sem upp er talið hér að framan sýnir að Fjallabyggð hefur góðan grunn til að byggja á i ferðamennsku. Það er verkefni okkar allra að nýta þau tækifæri sem að upp koma við opnun Héðinsfjarðar gangna nú í haust. Þær samgöngubætur sem við verðum þá vitni af eiga að geta breytt allri umgjörð Fjallabyggðar.

Spár um aukningu ferðamanna á utanverðum Tröllaskaga sýna að á þessum grunni á að vera hægt að byggja öfluga atvinnugrein sem getur skapað fjölda starfa. Það á að vera hlutverk sveitastjórnar að samræma og styðja enn frekar við þá einstaklinga og félagasamtök sem að á óeigingjarnan hátt hafa lagt grunninn að þessari nýjung í atvinnulífinu.  Umhverfismál og fegrun bæjarins með skipulögðu átaki á að vera eitt af forgangsmálum þeirrar bæjarstjórnar sem tekur við nú í vor.  Snyrtilegur bær sem tekur vel á móti ferðamönnum skapar ný störf og styrkir samfélagið.


Egill Rögnvaldsson


Athugasemdir

27.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst