Enn ein „siglfirsk“ bók!

Enn ein „siglfirsk“ bók! Ný bók um Steingrím Eyfjörð Einarsson lækni er komin út. Steingrímur var læknir á Siglufirði á árunum 1928-1941. Frægur

Fréttir

Enn ein „siglfirsk“ bók!

Ný bók um Steingrím Eyfjörð Einarsson lækni er komin út. Steingrímur var læknir á Siglufirði á árunum 1928-1941. Frægur hagyrðingur og „þjóðsagnapersóna“ í lifanda lífi. Hann var afar vinsæll á meðal Siglfirðinga og var sárt saknað þegar hann dó aðeins 47 ára gamall.

Steingrímur hefur aldrei gleymst og sífellt eru eldri Siglfirðingar að rifja upp fleygar vísur eftir hann. Það er Sveinn Jónsson í Ytra-Kálfsskinni sem tók saman efni bókarinnar og er hann útgefandi. Í bókinni eru margar frásagnir af Steingrími og fjöldi vísna eftir hann, eins og þessi sem hann orti við fráfall séra Bjarna Þorsteinssonar: 

Veröldin er sorgum sýrð,   
sérhver nú á hjarni.
Ekki minnkar Drottins dýrð,
því dauður er séra Bjarni.   

Þessi bók var á meðal þeirra bóka sem kynntar voru á árlegu bókmenntakvöldi Bókasafns Dalvíkurbyggðar sem haldið var í menningarhúsinu Bergi síðastliðið þriðjudagskvöld . Er þetta í sjöunda sinn sem bókasafnið stendur fyrir slíku upplsestrarkvöldi þar sem fólk úr byggðarlaginu  les upp úr bókum að eigin vali og höfundar kynna bækur sínar. Að þessu sinni var lesið upp úr sex bókum, og hið sérkennilega var að fjórar þeirra voru siglfirskar, eða tengdust Siglufirði á einn eða annan hátt.

Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar valdi bókina um Bjarna Þorsteinsson til upplestrar. Guðný Ólafsdóttir kynnti bókina Elfríð, ævisögu Elfríðar Pálsdóttur sem fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands og bjó á Siglunesi í hart nær tvo áratugi. Örlygur Kristfinnsson kynnti bók sína Saga úr síldarfirði og Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni kynnti bókina um Steingrím lækni. Auk þessara siglfirsku bóka var lesið upp úr bókinni Farandskuggar eftir Úlfar Þormóðsson og Þorsteinn G. Þorsteinsson frá Akureyri kynnti bók sína Þrennur.                                                                
                                                                 
                                                                                                                                                                                                                                                                 


Sveinn Jónsson, Örlygur Kristfinnsson, Svanfríður Jónasdóttir, Þorsteinn G. Þorsteinsson, Hugrún Felixdóttir og Guðný Ólafsdóttir.










Texti og myndir: Aðsent


Athugasemdir

16.maí 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst