Nýbygging íbúðarhúsa að hefjast á Siglufirði

Nýbygging íbúðarhúsa að hefjast á Siglufirði Nú þegar unga fólkið vill flytja aftur heim úr skarkalanum í borginni er ekki um auðugan garð að gresja þegar

Fréttir

Nýbygging íbúðarhúsa að hefjast á Siglufirði

Nú þegar unga fólkið vill flytja aftur heim úr skarkalanum í borginni er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að því að finna húsnæði.
Ungt fólk með stækkandi fjölskyldu hefur þörf fyrir stærra húsnæði og hjón sem eru orðin ein í kotinu og vilja oft minnka við sig. Fyrir þessa hópa er ekki mikið framboð á húsnæði, sérstakleg á einbýlishúsum í góðu ástandi og minni íbúðum. Meðan fólki á besta aldri býðst ekki frambærilegt húsnæði af minni gerðinni þá selur það vitaskuld ekki einbýlishús sín, allt helst þetta jú í hendur.  Það er því kærkomið að Reisum.is sýnir áhuga á að byggja hér á Siglufirði.

Reisum.is hefur hug að því að byggja á gamla fótboltavellinum eða á Eyrarflöt, í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Vonast er til að framkvæmdir hefjist strax eftir áramót.
Á fótboltavellinum er hugmyndin að byggja tvö fjögurra íbúða raðhús, og þrjár einingar af parhúsum. Á Flötunum er sama hugmynd í gangi með tveim raðhúsalengjum og tveim parhúsum.

Raðhúsalengjurnar eru byggðar þannig að í hverri lengju eru þrjár 3 herbergja íbúðir með bílskúr og ein 4 herbergja með bílskúr. Allar íbúðirnar verða opnar, rúmgóðar og fullbúnar innréttingum, með eikar eða sprautulökkuðum hurðum, með flísum á votrýmum og parketi á aðalrými og herbergjum.Hugsunin er sú að búa minni íbúðirnar þannig að þær henti fólki á efri árum, sem vill minnka við sig og komast á eina hæð, en halda samt aukaherbergi og bílskúr. Gert er ráð fyrir nuddbaðkörum í sumum húsunum. Einnig er gert ráð fyrir sturtu. Parhúsin verða þriggja til fjögurra herbergja og þau verða með bílskúr. 
Með þessum framkvæmdum ættu allar fjölskyldustærðir með þörf fyrir húsnæði að geta fundið viðeigandi kost. 

Með því að blanda inn í byggðina raðhúsalengjum er verið að lækka byggingakostnað. Reynt verður að halda verðinu í lágmarki án þess að slá af gæðum. Að utan verða húsin í svipuðum stíl og Reisum.is hefur verið að byggja á Akureyri með viðhaldsfríum hvítum PVC gluggum og viðhaldslítilli formálaðri sementstrefja klæðning, og með stáli á þaki.
 
Enn er verið að vinna að teikningum húsanna en hér er teikning, sem gefur grófa mynd af skipulagi húsanna.
Eins og Fríða Stefásdóttir hjá Reisum.is segir  „ef fólkið er sátt, þá er okkur ekkert að vanbúnaði.“ og óskar hún eftir viðbrögðum íbúa Fjallabyggðar á því hvor staðurinn er betri, fótboltavöllurinn eða Flatirnar. Við bendum á að hægt er að skrifa athugasemd við greinina hér á siglo.is (athugasemdir í haus fréttar), eða senda póst á reisum@simnet.is. Teikningar HÉR.



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst