Skíðasvæðið á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 24.12.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 660 | Athugasemdir ( )
Það er bjart yfir skíðasvæðinu í Skarðsdal, en skuggarnir allt í kring. Þessa fallegu mynd af skíðasvæðinu á Siglufirði tók Steingrímur Kristinsson 22. desember.
Skíðasvæðið í Skarðsdal má tvímælalaust telja með bestu skíðasvæðum landsins Þetta er snjómikið svæði og hefur verið hægt að skíða þarna fram á vor. Á svæðinu eru nú þrjár lyftur, tvær samfelldar lyftur, diska og T-lyfta sem samtals eru u.þ.b. 1500 metrar að lengd.
Þriðja og efsta lyftan er 530 metra löng með um 180 metra fallhæð og afkastar hún um 550 manns á klukkustund. Efri endi lyftunnar er í rúmlega 650 metra hæð yfir sjó. Núna er mjög gott skíðafæri fyrir alla harðpakkaður nýr snjór.
Mynd: Steingrímur Kristinsson
Texti: GJS
Skíðasvæðið í Skarðsdal má tvímælalaust telja með bestu skíðasvæðum landsins Þetta er snjómikið svæði og hefur verið hægt að skíða þarna fram á vor. Á svæðinu eru nú þrjár lyftur, tvær samfelldar lyftur, diska og T-lyfta sem samtals eru u.þ.b. 1500 metrar að lengd.
Þriðja og efsta lyftan er 530 metra löng með um 180 metra fallhæð og afkastar hún um 550 manns á klukkustund. Efri endi lyftunnar er í rúmlega 650 metra hæð yfir sjó. Núna er mjög gott skíðafæri fyrir alla harðpakkaður nýr snjór.
Starfsmenn Skíðasvæðisins óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Mynd: Steingrímur Kristinsson
Texti: GJS
Athugasemdir