Skíðasvæðið á Siglufirði

Skíðasvæðið á Siglufirði Það er bjart yfir skíðasvæðinu í Skarðsdal, en skuggarnir allt í kring. Þessa fallegu mynd af skíðasvæðinu á Siglufirði tók

Fréttir

Skíðasvæðið á Siglufirði

Skíðasvæðið í Skarðsdal
Skíðasvæðið í Skarðsdal
Það er bjart yfir skíðasvæðinu í Skarðsdal, en skuggarnir allt í kring. Þessa fallegu mynd af skíðasvæðinu á Siglufirði tók Steingrímur Kristinsson 22. desember.

Skíðasvæðið í Skarðsdal má tvímælalaust telja með bestu skíðasvæðum landsins Þetta er snjómikið svæði og hefur verið hægt að skíða þarna fram á vor. Á svæðinu eru nú þrjár lyftur, tvær samfelldar lyftur, diska og T-lyfta sem samtals eru u.þ.b. 1500 metrar að lengd.

Þriðja og efsta lyftan er 530 metra löng með um 180 metra fallhæð og afkastar hún um 550 manns á klukkustund. Efri endi lyftunnar er í rúmlega 650 metra hæð yfir sjó. Núna er mjög gott skíðafæri fyrir alla harðpakkaður nýr snjór.

Starfsmenn Skíðasvæðisins óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Mynd: Steingrímur Kristinsson

Texti: GJS


Athugasemdir

28.mars 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst