Skógræktin
sksiglo.is | Almennt | 03.07.2010 | 07:00 | Bergþór Morthens | Lestrar 380 | Athugasemdir ( )
Skógræktin í Skarðsdal er fyrir löngu orðinn vinsæll áningarstaður og útivistarsvæði fyrir íbúa Siglufjarðar og gesti bæjarins. Þessa dagana er verið að vinna í gerð göngustíga og grisjun skógarins.
Skógræktin er um margt merkileg og er sú nyrsta á landinu. Svæðið er algjör paradís fyrir útivistarfólk og fjöldi gönguleiða í boði.
Skógurinn var grisjaður töluvert síðastliðið haust og við það opnuðust margar fallegar gönguleiðir og tækifæri fólks til þess að njóta svæðisins jukust til muna.
Þessa dagana er verið útbúa göngustíg meðfram ánni í átt að fossinum og grisjun skógarins heldur áfram.
Þessi göngustígur eykur aðgengi að fossinum sem er kanski ekki sá stærsti en hann er svo sannarlega glæsilegur og mikið augnayndi.

Nýji göngustígurinn kemur til með að liggja meðfram ánni upp að fossinum.



Skógræktin er um margt merkileg og er sú nyrsta á landinu. Svæðið er algjör paradís fyrir útivistarfólk og fjöldi gönguleiða í boði.
Skógurinn var grisjaður töluvert síðastliðið haust og við það opnuðust margar fallegar gönguleiðir og tækifæri fólks til þess að njóta svæðisins jukust til muna.
Þessa dagana er verið útbúa göngustíg meðfram ánni í átt að fossinum og grisjun skógarins heldur áfram.
Þessi göngustígur eykur aðgengi að fossinum sem er kanski ekki sá stærsti en hann er svo sannarlega glæsilegur og mikið augnayndi.
Nýji göngustígurinn kemur til með að liggja meðfram ánni upp að fossinum.



Athugasemdir