Eitthvað á hverjum degi

Eitthvað á hverjum degi Söfnunar-og minningarganga Kittýjar 30.08 2014

Fréttir

Eitthvað á hverjum degi

Kristbjörg Marteinsdóttir
Kristbjörg Marteinsdóttir

Söfnunar-og minningarganga Kittýjar 30.08 2014

“Eitthvað á hverjum degi” var markmið sem Kristbjörg Marteinsdóttir, eða Kittý, eins og hún var iðulega kölluð, setti sér í miðri lyfjameðferð við brjóstakrabbameini árið 2008. Forsagan var sú að hún hafði greinst árið 2003, þá einungis 37 ára, með brjóstakrabbamein líkt og um 180 íslenskar konur. Við tók meðferðarferli þar sem Kittý hélt ótrauð áfram að lifa lífinu og láta ekki sjúkdóminn stjórna lífi sínu eins og hún stundaði göngu með fjölskyldu og vinum og gerist félagi í styrktarfélaginu og gönguklúbbnum Göngum saman en það er grasrótarfélag sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Kittý var mjög virkur og ötull félagi og gerðist formaður fjáröflunarnefndar um tíma. Hún átti margar hugmyndir að öflun fjármagns til þessara rannsókna.Kittý greindist aftur árið 2008 og þá með meinvarp út frá brjóstakrabbameininu ognú hóf hún aftur lyfjameðferð. Þá setti hún sér það markmið að ganga daglega undir kjörorðunum; “eitthvað á hverjum degi”. Þetta “eitthvað” varð svo miklu stærra því að í miðri lyfjameðferð ákvað hún að taka þátt í fjáröflunargöngu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þetta var hin s.k. Avon Walk for Brest cancer sem er árleg 2ja daga ganga í New York og er gengið samtals 63km. Þarna kom enn og aftur í ljós ástríða hennar fyrir að geta lagt sitt af mörkum til stuðnings þessu málefni.

Kittý barðist hetjulega við sjúkdóminn en þann 11.nóvember 2009 lést hún, einungis 44 ára gömul.

Ættingjar og vinir Kittýjar vilja heiðra minningu hennar og gera það í hennar anda með því að halda styrktargöngu laugardaginn 30.ágúst n.k. á Siglufirði þar sem Kittý var fædd og uppalin.

 

Gengið verður í gegnum Héðinsfjarðargögn til Siglufjarðar og að Íþróttamiðstöðinni Hóli.

Stofnaður hefur verið reikingur í Kittýjar nafni í Sparisjóði Siglufjarðar 1102-26-121264, kennitalan er 250645-3179. Öll framlög er vel þegin og renna beint til rannsókna á brjóstakrabbameini. Með von um að sú upphæð sem safnast, með ykkar hjálp og stuðningi, geti orðið mikilvægur liður í að forða dætrum okkar, systrum, eiginkonum, mömmum, ömmum, frænkum og vinkonum frá þessum sjúkdómi.

Fyrir hönd ættingja og vina Kittýjar

Sigurlaug Haraldsdóttir og Marteinn Jóhannesson,

Sigurlaug Tara og Marteinn Högni


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst