"Á meðan fæturnir bera mig" og "Upphitunargangan" í dag
sksiglo.is | Almennt | 07.06.2014 | 08:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 275 | Athugasemdir ( )
"Á meðan fæturnir bera mig" kl. 11:00
Víðavangshlaup MFBM verður haldið á Siglufirði í annað sinn í dag kl.11:00
Í þetta sinn á að safna fé fyrir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni. Við viljum endilega sjá alla
koma og hlaupa/ganga með okkur og styrkja gott málefni í leiðinni.
Hlaupið hefst eins og fyrr segir kl 11:00 og verður hlaupið frá skólalóð Grunnskóla Siglufjarðar við Norðurgötu og endar við
Ráðhústorgið. (Hlaupa/gönguleið verður kynnt á staðnum).
Sjá nánar
hér.
"Upphitunargangan" kl. 10:00
Gestur og Hulda ætla að fara í svokallaða upphitunargöngu fyrir sumarið. Farið verður laugardaginn 7. júní og mæting er klukkan 10:00
við skíðaskálann í Skarðsdal. Áætlað er að ganga út Siglufjarðarfjöllin og koma niður í Hvanneyrarskál.
Þar sem meirihluti leiðarinnar er genginn á snjó þarf að vera vel útbúinn til fóta, með legghlífar og góðan skóbúnað og gott er líka að vera með göngustafi.
Sjá nánar hér.
Þar sem meirihluti leiðarinnar er genginn á snjó þarf að vera vel útbúinn til fóta, með legghlífar og góðan skóbúnað og gott er líka að vera með göngustafi.
Sjá nánar hér.
Athugasemdir