Viðtal við Martein og Sigurlaugu á N4
sksiglo.is | Almennt | 28.08.2014 | 10:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 592 | Athugasemdir ( )
Þriðjudaginn 26. ágúst var viðtal á sjónvarpsstöðinni N4 við Martein Jóhannesson og Sigurlaugu Haraldsdóttur foreldra
Kristbjargar Marteinsdóttur eða Kittýjar eins og hún var alltaf kölluð.
Kittý var fædd á Siglufirði 12. desember 1964 en þann 11.nóvember 2009 lést hún, einungis 44 ára gömul eftir hetjulega
baráttu við krabbamein.
Næstkomandi laugardag verður Héðinsfjarðarganga til minningar um Kittý og í leiðinni að safna peningum sem munu nýtast við
grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini í framtíðinni.
Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um gönguna. Sjá hér.
Hér er svo viðtalið við foreldra Kittýjar sem var sýnt á sjónvarpsstöðinni N4 þriðjudaginn 26. ágúst.
Hér er svo bein slóð á myndbandið hjá sjónvarpsstöðinni N4.
Við minnum á að stofnaður hefur verið reikingur í Kittýjar nafni í Sparisjóði Siglufjarðar 1102-26-121264, kennitalan er 250645-3179.
Athugasemdir