112 Dagurinn
Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð héldu upp á 112 daginn, þriðjudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins var sýning á
tækjum og tólum Slökkviðliðs Fjallabyggðar, sjúkraflutninga og björgunarsveita.
Ég skellti mér í heimsókn og sýndu strákarnir mér á Siglufirði þau tól og tæki sem þar var að finna, og að
sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og með því.
Myndirnar sem fylgja með tala sínu máli því fyrir svona lítin græjukall sem ég er, er ég algjör amatör og hef ekkert vit á
þessum svaka græjum, en það er ljóst að allt hefur sinn tilgang og mikilvægt í því starfi sem þarna er unnið.
Athugasemdir