2.5 tonn af rusli flutt með þyrlu úr Fjörðum

2.5 tonn af rusli flutt með þyrlu úr Fjörðum 50 manna hópur sjálfboðaliða gekk og hreinsaði fjörur eyðibyggðanna í Fjörðum norðan Grenivíkur á

Fréttir

2.5 tonn af rusli flutt með þyrlu úr Fjörðum

50 manna hópur sjálfboðaliða  gekk og hreinsaði fjörur eyðibyggðanna  í Fjörðum norðan Grenivíkur á Sjómannadaginn síðastliðinn.

Þyrluskíðafyrirtækið Arctic Heli Skiing skipulagði þennan viðburð í samvinnu við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka við Eyjafjörð.

Fjörður í Grýtubakkahreppi eru ein mesta náttúrperla landsins en þar kemst enginn um nema fuglinn fljúgandi á þessum árstíma nema þá af sjó. Hvalaskoðunarfyrirtækið Arctic Sea Tours á Dalvík sigldi með um 40 sjálfboðaliða frá Grenivík  í Keflavík, Þorgeirs- og Hvalvatnsfjörð  þar sem Björgunarsveitin Ægir flutti fólk í land. Þyrla Norðuflugs flaug svo með 10 manna hóp í Kjálkanes á Látraströnd.

Hreinsunastörf gengu vel í blíðskaparveðri og var öllu rusli safnað í stórsekki sem síðan voru hífðir til byggða af þyrlunni. Mikið rusl hefur safnast saman í fjörum á svæðinu undanfarin ár eins og í flestum fjörum landsins. Með þyrlunni fékkst einnig nákvæm tala á þyngd ruslsins sem vóg  tvö og hálft tonn og var mikið umfangs. Í lok dags var svo slegið upp heljarinnar grillveislu um borð í hvalaskoðunarbátnum Mána í boði Kjarnafæðis og grillmeistaranna af Kontornum á Grenivík á meðan þreyttur en afskaplega glaður mannskapurinn sigldi aftur til byggða 


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst