4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík um helgina

4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík um helgina Um helgina, dagana 20.-22. júní, fer fram 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík. Mótin hafa veriđ haldin á hverju ári

Fréttir

4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík um helgina

Hugi Harđarson, sem var á sínum tíma einn fremsti
Hugi Harđarson, sem var á sínum tíma einn fremsti

Innsent efni.

 

Um helgina, dagana 20.-22. júní, fer fram 4. Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík. 

 

Mótin hafa verið haldin á hverju ári frá 2011 á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal í fyrrasumar. Mikill hugur er í framkvæmdaaðilum í Þingeyjarsýslu og hefur undirbúningur fyrir mótið gengið samkvæmt áætlun. Skráningar fyrir mótið hafa gengið vel en skráningu lýkur í kvöld. Allir eru velkomnir á setningu mótsins sem verður á föstudagskvöldið klukkan 20.

 

Sjálf keppni mótsins hefst klukkan 13 á föstudag og lýkur kl. 14 á sunnudag.

 

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ þetta árið. HSÞ hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987 og hefur því reynslu að því að halda Landsmót. Mótið fer að mestu fram á Húsavík en aðstaðan á Húsavík er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar.

 

Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut. 

 

Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir. Glæsilegur 9 holu golfvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar sem eru um tuttugu talsins.

 

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst