Á sunnudaginn síðasta hélt Hlynur Hallsson sýningu á nokkrum spray-verkum í Alþýðuhúsinu
sksiglo.is | Almennt | 15.03.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 296 | Athugasemdir ( )
Spray-verkin voru sérstaklega gerð fyrir Alþýðuhúsið og alþjólegan
baráttudag kvenna sem var sunnudaginn 8. mars síðastliðinn.
Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í
Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf.
Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og hann tók þátt
í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síðasta ári og síðasta einkasýning hans var Sýning -
Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33
ljósmynda- textaverkum.
Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá
Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011.
Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp
sýningar undanfarin sex ár. Hlynur er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og myndlistarmaður og einnig listrænn ráðgjafi hjá
Flóru á Akureyri.
Ég kom við á sýningunni hjá Hlyn og fékk að taka nokkrar myndir af verkunum og
þeim sem komu til að skoða verkin.








Athugasemdir