Á sunnudaginn síðasta hélt Hlynur Hallsson sýningu á nokkrum spray-verkum í Alþýðuhúsinu

Á sunnudaginn síðasta hélt Hlynur Hallsson sýningu á nokkrum spray-verkum í Alþýðuhúsinu Spray-verkin voru sérstaklega gerð fyrir Alþýðuhúsið og

Fréttir

Á sunnudaginn síðasta hélt Hlynur Hallsson sýningu á nokkrum spray-verkum í Alþýðuhúsinu

Spray-verkin voru sérstaklega gerð fyrir Alþýðuhúsið og alþjólegan baráttudag kvenna sem var sunnudaginn 8. mars síðastliðinn.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf.
 
Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og hann tók þátt í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síðasta ári og síðasta einkasýning hans var Sýning - Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri.  Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum.
 
Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011.
 
Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar undanfarin sex ár. Hlynur er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og myndlistarmaður og einnig listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.
 
Ég kom við á sýningunni hjá Hlyn og fékk að taka nokkrar myndir af verkunum og þeim sem komu til að skoða verkin. 
 
HlynurHér eru Hlynur og Tóti að ræða saman.
 
HlynurHér er hluti af verkinu.
 
HlynurSmá spjall og pælingar.
 
Hlynur
 
HlynurAbbý kom að sjálfsögðu við.
 
HlynurRagnar Hauksson fisksali kom á sýninguna.
 
HlynurOg að sjálfsögðu kom Ólöf Ásta líka.
 
Hlynur2 skeggprúðir.
 
 
 

Athugasemdir

11.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst