Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017 er 177 mkr.

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017 er 177 mkr. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt á

Fréttir

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017 er 177 mkr.

Mynd af vef Fjallabyggðar
Mynd af vef Fjallabyggðar

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 18. nóvember 2016. Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru:

  • Útsvarsprósenta er 14,48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
  • Skatttekjur ársins 2017 eru áætlaðar 1.178 m.kr., en útkomuspá ársins 2016 er 1.167 m.kr.
  • Heildartekjur 2017 verða 2.254 m.kr., en eru áætlaðar 2.225 m.kr. í útkomuspá 2016.
  • Gjöld ársins 2017 eru áætluð 2.053 m.kr., en eru 2.084 m.kr. fyrir árið 2016.
  • Áætluð rekstrarstaða ársins 2017 er jákvæð um 177 m.kr.
  • Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 4.440 m.kr. og eigið fé er 2.658 m.kr. eða 60% eiginfjárhlutfall.
  • Skuldir og skuldbindingar hækka aðeins á milli ára, sem eru tilkomnar vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga og eru áætlaðar 1.782 m.kr. Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 67% fyrir 2017.
  • Vaxtaberandi skuldir eru 479 m.kr. og eru óbreyttar á milli ára, en voru 536 m.kr. árið 2015.
  • Veltufé frá rekstri er áætlað tæplega 400 m.kr., sem er tæplega 18% og framlegðarhlutfall er ríflega 15%.
  • Framkvæmt verður fyrir 321 m.kr. ásamt stækkun MTR, sem er sameiginlegt verkefni Fjallabyggðar, sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og ríkisins.

Helstu framkvæmdir eru:

    Skólar og leikskólar 62.0 m.kr.
    Yfirlagnir malbiks og götur 63.0 m.kr.
    Bæjarbryggja 35.0 m.kr.
    Viðbygging MTR 80.0 m.kr.

Rekstur bæjarfélagsins Fjallabyggðar er mjög traustur, þrátt fyrir lægri skatttekjur en á árinu á undan, sem orsakast af lægra fiskverði og þarf af leiðandi lægri tekjum hafnarsjóðs og sjómanna. Þá hafa sveitarfélög þurft að taka á sig miklar launahækkanir frá árinu 2015.

18. nóvember 2016
f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar


_________________________
Gunnar Ingi Birgisson 
bæjarstjóri

Fréttatilkynning á pdf

Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 er má nálgast undir útgefið efni.


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst