Áframhaldandi samningur milli KF og Rammans
Innsent efni.
Rammi hf og KF skrifuðu nýverið undir nýjan og endurbættan samning til næstu þriggja keppnistímabila eða til ársloka 2016.
Ólafur Marteinsson framkvæmdarstjóri Rammans og Óskar Þórðarson framkvæmdarstjóri KF skrifuðu undir samninginn. Frá stofnun KF hefur fyrirtækið verið einn helst styrktaraðili félagsins og með undirrituninni mun það samstarf halda áfram.
Fyrir tíð KF þá var fyrirtækið einn aðalstyrktaraðili knattspyrnufélaganna í sveitarfélaginu og hefur verið það frá stofnun þess.
Samningur sem þessi er félaginu gríðarlega mikilvægur bæði þegar kemur að uppbyggingu yngri flokka starfsins sem og starfsins í kringum meistaraflokkinn.
Athugasemdir