Lífið er núna!! Alla Leið

Lífið er núna!! Alla Leið Alla Leið hefur í samstarfi við Kraft hafið söfnun fyrir Neyðarsjóð Krafts með árlegri jólakertasölu. Núna á sunnudaginn 30

Fréttir

Lífið er núna!! Alla Leið

Alla Leið hefur í samstarfi við Kraft hafið söfnun fyrir Neyðarsjóð Krafts með árlegri jólakertasölu. 

Núna á sunnudaginn 30 des. verðum við stödd á Siglufirði þar sem við munum vera með bás á hinni árlegu jólasölu í bláa húsinu hjá Kaffi Rauðku. 
Þar munum við selja heimagerð kerti með myndum frá Hrólfi rakara og Siglfirðingi auk þess sem við munum bjóða uppá aðventukerti og margt fleira.

kertiHér er Bjarki að vinna við kertin.

Allur ágóði mun renna óskiptur til Neyðarsjóðs Krafts sem er sjóður þar sem ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein getur sótt um styrk ef það á í erfiðleikum fjárhagslega í sinni meðferð vegna lækniskostnaðar, lyfja eða annarra gjalda sem óhjákvæmilega liggja þungt á fólki sem greinist með þennan sjúkdóm á virkilega erfiðum tímum í þjóðfélaginu.

alla leiðOg Ástrós límir myndirnar á.

Við hjá Allri Leið viljum gera allt til þess að aðstoða fólk í þessari stöðu þar sem við sjálf höfum þónokkra reynslu af aðstæðum sem þessum en einn okkar greindist með krabbamein í ristli árið 2012 og er enn að sigrast á þeirri baráttu. Hann lætur ekkert stoppa sig og mun standa við básinn á sunnudaginn og láta gott af sér leiða. 
 Við vitum af eigin skinni hversu mikilvæg fjárhagsaðstoð getur verið fyrir fólk í svipuðum aðstæðum og því er mikilvægt að standa saman og hjálpast að!
 
kerti

Við hvetjum alla íbúa Fjallabyggðar og nærsveitamenn sem mæta á jólahátíðina um helgina að kíkja við og leggja góðu og þörfu málefni lið með því að kaupa falleg og heimagerð kerti á frábæru verði.

Frekari upplýsingar um Neyðarsjóð Krafts er hægt að finna áwww.kraftur.org

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér okkar sögu (Ástrós & Bjarki) er bent á að smella á www.allaleid.wordpress.com 

Hér er svo facebook síðan : https://www.facebook.com/allaleid
Bestu kveðjur,
Alla Leið 

Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst