Allir lesa
Það var góð stemning í bókasafninu þegar nokkrir nemendur í 5. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar lásu upp úr bókinni Minni líkur, meiri von sem Forlagið gaf út fyrir nokkrum árum.Góðir lesarar þar á ferðinni og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Marjolijn Hof sýndi og sagði frá nýju verðlaunabókinni sinni sem gerist á Siglufirði og standa vonir til þess að sú bók verði þýdd á íslensku. Marjolijn dvaldi í Herhúsinu árið 2010 við ritstörf og hefur hugur hennar síðan þá verið hér. Lýsti hún því hve hrifin hún væri af staðnum og dáðist að því hvað væri að gerast hér og engin stöðnun í menningarmálunum og nefndi t.d.
Ljóðasetrið og Alþýðuhúsið. Rétt er að minna hér á átakið Allir lesa - sem er landsleikur í lestri. Á heimasíðu Bókasafns Fjallabyggðar er sagt frá átakinu og er fólk hvatt til að fara á heimasíðuna wwww.allirlesa.is og skrá sig í hópinn sem heitir "Fjallabyggð".
Myndir og texti Guðný Róbertsdóttir
Athugasemdir