Allt að verða hvítt aftur
Það verða líklega margir Siglfirðingar alveg hreint ljómandi ánægðir þegar þeir fara á fætur í dag. Allt bara að verða hvítt aftur. Og mjög líklega verður stúlkan sem ég bý með alveg hoppandi kát. Hún er búin að taka upp sumarkjóla, sumarskó, sumar hitt og sumar þetta. Ég ætla nú bara alls ekki að vera heima þegar hún vaknar.
Einhverjir munu líklega setja nagladekkin aftur undir og vetrarklæðnaðurinn verður grafinn aftur upp. Mótorhjólið fer aftur inn í skúr og vélsleðinn tekinn út.
Svona var þetta klukkan 06:30 í morgun á Sigló. Alveg hreint ljómandi.
Annars verður þetta líklega ekki lengi og komin sól og blíða áður en við vitum af.
Athugasemdir