Allt klárt til að taka á mót sýnendum

Allt klárt til að taka á mót sýnendum Handverkshátíðin verður sett á morgun í 22. sinn og mikið um dýrðir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

Fréttir

Allt klárt til að taka á mót sýnendum

Handverkshátíðin verður sett á morgun í 22. sinn og mikið um dýrðir.


Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra setur hátíðina kl:12.


Fjöldi nýrra sýnenda tekur þátt í ár og fjölbreytnin er mikil. Á útisvæðinu er risið 250 fermetra tjald þar sem matvælaframleiðendur koma sér fyrir. Hátíðinni hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar og hvetjum við gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana.


Í fyrsta sinn er boðið upp á handverksmarkað sem fram fer föstudag og sunnudag. Uppskeruhátíðin hefst kl: 19:30 á laugardagskvöldinu og er hún öllum opin. Séra Hildur Eir Bolladóttir er veislustjóri og meðal þeirra sem fram koma eru Álftagerðisbræður, Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit og prestatríó skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon.


Matreiðslumenn Greifans sjá um grillveisluna og verðlaunaðir verða handverksmaður ársins og sölubás ársins. Fjölbreytt dagskrá verður á útisvæðinu alla dagana. Tískusýningar, húsdýrasýning, gamlar vélar, miðaldabúðir, rúningur og börn í sveitinni mæta með kálfana sýna og keppa um hvert þeirra á fallegasta og best tamda kálfinn.


Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja og gildir aðgangsmiðinn alla helgina. Hlökkum til að sjá ykkur á Handverkshátíð 2014.


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst