Alþýðuhúsið á Siglufirði. Kompan 11.09. – 4.10.

Alþýðuhúsið á Siglufirði. Kompan 11.09. – 4.10. Bergþór Morthens -Við aftökustaðinn Bergþór Morthens er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám í

Fréttir

Alþýðuhúsið á Siglufirði. Kompan 11.09. – 4.10.

Bergþór Morthens -Við aftökustaðinn

Bergþór Morthens er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 2001-2004 og mastersnám við Valand listaakademíuna í Gautaborg 2013-2015. Bergþór hefur unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar, jafnt hér á landi sem erlendis. Verk Bergþórs ögra viðmiðum portrett-hefðarinnar og daðra við hið gróteska. Viðfangsefnin eru í mörgum tilfellum, stjórnmálamenn og fólk í valdastöðum, máluð á „hefðbundinn“ máta en í stað þess að upphefja viðfangsefnið er samhenginu breytt með miðlun listamannsins. Sýningin Við aftökustaðinn vísar til verks eftir Kjarval af einum alræmdasta aftökustað landsins, Drekkingarhyl í Öxará. Verkin eru fullunnin í ákveðnum stíl en svo kemur til sögunnar annar stíll, meira abstrakt og expressjónískur. Hann hylur eða eyðileggur upphaflega verkið og skírskotar til Chromophobiu (ótti við liti), þess að grýta tertu í andlit einhvers í pólitískum mótmælum en vísar einnig til athafnamálverksins (e. action painting).

 

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 8565091

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarfið í Alþýðuhúsinu.

 

Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði 11. september 2015


Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst