Alvöru íslensk jólastemmning

Alvöru íslensk jólastemmning Þau fara vel af stað jólahlaðborðin í ár. Síðasta helgi var sérlega skemmtileg byrjun segir Kristinn Kristjánsson hjá Rauðku.

Fréttir

Alvöru íslensk jólastemmning

Kristinn með slaufuna. Ljósmynd MPB
Kristinn með slaufuna. Ljósmynd MPB

Þau fara vel af stað jólahlaðborðin í ár. Síðasta helgi var sérlega skemmtileg byrjun segir Kristinn Kristjánsson hjá Rauðku.

Það er mikil aukning milli ára í pöntunum og líklega margt sem spilar inní. Við byrjum fyrr og erum með fleiri helgar en svo eru náttúrulega snillingarnir Stúlli og Finni ásamt vinum að gera góða hluti með okkur í ár. Það er afar vel látið að skemmtun þeirra, enda léttir í lundu. Það er svo gaman að þjónusta á jólahlaðborðunum og ég finn á okkar frábæra starfsfólki að við erum heppin að njóta viðveru margra viðskiptavinanna núna þriðja árið í röð.

Það eru forréttindi fyrir okkur að viðskiptavinir sæki þjónustuna svo vel og koma þá jafnvel langt að til þess. Við erum mjög ánægð með viðtökurnar og lærum eitthvað nýtt á hverju ári en leggjum nú mikið uppúr léttu yfirbragði og að sjálfsögðu alvöru íslenskri jólastemningu bæði í mat og þjónustu segir Kristinn í lokin og setur upp jólaslaufuna fyrir sérlegan ljósmyndara siglo.is. Þess má geta að hún er handprjónuð af starfsmanni Rauðku

Jólahlaðborð 2014

Starfsmenn Rauðku tilbúnir til að taka móti fyrstu viðskiptavinum jólahlaðborðanna.

Jólahlaðborð 2014

Matreiðslumennirnir Heimir og Tommi undirbúa hlaðborðin.

Jólahlaðborð 2014

Léttir í lundu bregða þjónarnir á leik fyrir ljósmyndarann rétt fyrir fyrstu veisluna.


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst