Ályktun frá Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar
Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum menntamálaráðuneytisins um sameiningu framhaldsskóla á landsbyggðinni. Um er að ræða grófa aðför að menntunarmöguleikum ungs fólks. Menntaskólinn á Tröllskaga í Ólafsfirði hefur þegar sannað gildi sitt sem menntastofnun og mikilvægi hans í Fjallabyggð. Stjórnin undirstrikar mikilvægi þess að stjórnmálaöfl í Fjallabyggð snúi bökum saman í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Þá hvetur stjórnin einnig þingmenn Norðausturkjördæmis til þess að stöðva þennan óskapnað hið fyrsta.
Stjórn Jafnaðarmannafélags Fjallabyggðar
Athugasemdir