Anna Fält með tónleika í kvöld
sksiglo.is | Almennt | 29.10.2014 | 13:42 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 222 | Athugasemdir ( )
Anna Fält dvelur í Herhúsinu þennan mánuðinn.
Hún er finnsk þjóðlagasöngkona og músíkant og hefur um árabil haldið tónleika án undirleiks, jafnt í Svíþjóð, þar sem hún býr, og í Finnlandi en einnig víða annars staðar.
Hún hefur sérhæft sig í ólíkum sönghefðum, sænskum og finnskum, þar sem hún leitast við að sameina hina björtu skandinavísku og dimmu austur-evrópsku tóna. Tónleikar hennar eru óður til mannsraddarinnar – söngur engu líkur.
Það er frítt inn á tónleikana og standa þeir yfir í u.þ.b. 45 mínútúr.
Sjá hér.
Athugasemdir