Arion banki sigraði strandblakmót á Siglufirði
Á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið fór fram fyrsta Fyrirtækjamótið í Strandblaki á Siglufirði en 30 fyrirtæki tóku þátt og tæplega 30 strandblakarar spiluðu fyrir þessi fyrirtæki. Spilaðir voru 29 leikir þar sem fyrirtækið sem tapaði datt út en fyrirtækið sem sigraði komast áfram í næstu umferð. Ótrúlega margir leikir voru hnífjafnir og mörg glæsileg tilþrif sáust á mótinu. Til úrslita spilaði Arion Banki með þau Gulla og Sillu á móti Maju og Óskar sem spiluðu fyrir Weyergans Studió. Að lokum var það Arion Banki sem sigraði í hörkuleik og fengu annars vegar eignarbikar og hins vegar farandsbikar að launum.
Strandblaksnefnd Blakfélags Fjallabyggð (BF) sá um skipulagningu mótsins og vill nota tækifærið og þakka öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þátt á mótinu en mótið er fjáröflun sem nýtist í viðhald á strandblaksvellinum. Þau fyrirtæki sem tóku þátt á mótinu voru:
Egils Sjávarafurðir – Símverk – Vélaleiga Sölva – Hárgreiðslustofa Sillu – Torgið – Premium – ÓHK tréverk – SR – Siglunes Guesthouse – Weyergans Studió – Hrímnir Hár og Skegg – Sigló Hótel – Aðalbakarinn – Rammi – Arion Banki – Fiskmarkaður Siglufjarðar – Siglósport – Hvanndalir – Byggingarfélagið Berg – Bás ehf – Fjallabyggð – KLM – Sigló Cabin – Snyrtistofa Hönnu – Raffó – Siglufjarðar Apótek – Skíðasvæði Siglufjarðar – Spikk & Span – Bensínstofan – L-7 verktakar.
Þá viljum við þakka öllum þeim leikmönnum sem tóku þátt á mótinu sem og þeim áhorfendum sem lögðu leið sína á mótið og hvöttu sitt fyrirtæki. Mótið mun örugglega vera árlegur viðburður og er góð leið í að byrja strandblakssumarið.
Í vikunni var einnig krakkablaksnámskeið í strandblaki á Siglufirði sem var mjög vel sótt og skemmtu krakkarnir sér vel. Í næstu viku er svo unglinga- og fullorðinsnámskeið og áhugasamir geta haft samband til að fá frekari upplýsingar á netfanginu oskar@mtr.is eða í síma 699-8817 (Anna María).
Með kveðju, Strandblaksnefnd BF
Athugasemdir