Arna Guðný Valsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 3. maí
Arna Guðný Valsdóttir opnar sýningu í
Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 3. maí kl. 14.00.
Sýningin stendur til 25. maí og er opin eftir samkomulagi eða þegar skilti er úti kl.
14.00 - 17.00.
Allar nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Arna er búsett á Akureyri og kennir við Verkmenntaskólann á Akureyri samhliða
eigin listsköpun. Þeir sem lögðu leið sína í Alþýðuhúsið á föstudaginn langa sáu hana syngja með
sjálfri sér á myndbandi. Hægt er að sjá fleiri verk eftir Örnu á heimasíðunni arnavals.net
Verkið í Kompunni nefnist "Mahú Blassdjús - Raddteikning"
og byggir á 26 ára gömlu hljóðverki sem Arna vann á skólaárum
sínum í Hollandi. Verkið skilgreinir Arna sem “raddteikningu” og útskýrir nánar: Verkið vann ég í
upptökustúdíói á 16 rása upptökutæki. Ég var ein í studióinu og vann verkið á þann hátt að
ég gerði fyrst upptöku á eina rás þar sem ég spann með röddinni eða “teiknaði” línu sem mótaði form í
loftið. Línan varð til í augnablikinu á sama hátt og þegar við rissum á blað án fyrirframgefinnar hugmyndar. Ég stillti
síðan á næstu rás, hlustaði á þá fyrri í heyrnartólum og vann næstu línu. Ekkert var undirbúið heldur
lét ég augnablikið ráða hvernig næsta rödd svaraði þeirri fyrri. Ég hlustaði á þær raddir sem fyrir voru og byggði
jafnóðum ofan á þær. Í raddteikningunum vinn ég út frá lögmálum myndlistar. Ég vinn með myndbyggingu, liti,
línu og form í hljóðrænu formi eða myndlist án sjónrænnar birtingar. Ég vann eingöngu eina upptöku af hverri rödd og
lét fyrstu tilraun standa.
Athugasemdir