Gunnar I. Birgsson tekur við af Sigurði Val Ásbjarnarsyni
Eins of fram hefur komið hefur bæjarstjórn Fjallabyggðar sent frá sér fréttatilkynningar þess efnis að Sigurður Valur Ásbjarnason hafi látið af störfum sem bæjarstjóri og að við honum taki Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson sem er menntaður með mastergráðu í byggingaverkfræði og doktorspróf í jarðvegsverkfræði er landsmönnum vel kunnugur. Hefur hann mikla reynslu úr stjórnsýslunni þar sem hann gegndi stöðu bæjarstjóra Kópavogs á árunum 2005-2009, var hann formaður bæjarráðs frá 1990-2005. Gunnar sat á Alþyngi á árunum 1999-2006 fyrir hönd sjálfstæðisflokksins þar sem hann var meðal annars í efnahags- og viðskiptanefnd, umhverfisnefnd og menntamálanefnd þar sem hann var formaður. Frá því í janúar hefur Gunnar unnið sem ráðgjafi hjá Verktakafyrirtækinu Suðurverk hf. sem annast vegagerð í norður Noregi.
Sigurður Valur hefur gegnt stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar í hartnær fimm ár þar sem hann hefur látið margt gott af sér leiða. Samkvæmt yfirlýsingu Sigurðar lætur hann af störfum vegna persónulegra ástæðna.
Fréttatilkynningar bæjarstjórnar má lesa í tengdum fréttum hér að neðan.
Sigurður Valur lætur af störfum
Gunnar I. Birgisson verður
nýr bæjarstjóri
Athugasemdir