Bókasafnsfræðingurinn spyr
sksiglo.is | Almennt | 27.06.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 554 | Athugasemdir ( )
Eins og komið hefur fram hjá okkur áður er
hún Hrönn Hafþórsdóttir bókasafnsfræðingur að taka til í Bókasafni Fjallabyggðar.
Upp úr kössunum hafa komið ýmsar gersemar sem
virkilega gaman er að skoða. Eitt af því sem hefur ratað upp úr kössunum eru bækurnar Erfðaskráin, fyrra og síðara
bindi.
Bókaútgáfan Heimdallur á Siglufirði
prentaði bækurnar.
Litlar upplýsingar hafa fengist um Heimdall
bókaútgáfu. Ef einhver kannast við Bókaútgáfuna eða veit eitthvað meira um þetta þá má sá hinn sami endilega
hafa samband við Hrönn á netfangið bokasafn@fjallabyggd.is
Athugasemdir