Börn og umhverfi – Fjallabyggð 02.06.2014

Börn og umhverfi – Fjallabyggð 02.06.2014 Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2002. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og

Fréttir

Börn og umhverfi – Fjallabyggð 02.06.2014

Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2002.
 
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn.
 Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. 
Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp.
Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
 
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins á Siglufirði ,
Ef  mikil ásókn er á námskeiðið þá fer sinni hluti námskeiðsins (slysavarnir og skyndihjálp) fram bæði á Siglufirði og Ólafsfirði.
 
Mánudaginn 2. júní kl. 16:30 -19:30  
Þriðjudaginn 3. júní kl. 16:30 -19:30
Þriðjudaginn 10.júní kl. 16:30 – 19:30  
Miðvikudaginn  11. júní kl. 16:30 – 19:30
 
Gott er að taka með sér á námskeiðið smá nesti og svaladrykk. 
 
 Leiðbeinendur eru Kristín Karlsdóttir leikskólakennari og Elín Arnardóttir og Harpa Jónsdóttir hjúkrunarfræðingar
 
Námskeiðsgjald er kr. 3000,- Þátttökugjald greiðist í fyrsta tíma.  
Innifalið: Námsgögn .Þátttakendur fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.  

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst