Bréf frá áhyggjufullum íbúa Fjallabyggðar

Bréf frá áhyggjufullum íbúa Fjallabyggðar Við viljum vekja athygli á síðu sem ber erlent nafn yfir íslenska orðið "spyrðu" og er síða þar sem unglingarnir

Fréttir

Bréf frá áhyggjufullum íbúa Fjallabyggðar

Innsent efni.
 
Við viljum vekja athygli á síðu sem ber erlent nafn yfir íslenska orðið "spyrðu" og er síða þar sem unglingarnir okkar eru að spurja spurninga sem eru vægast sagt nærgöngular og grófar.
 
Spurningarnar eru nafnlausar en svörin undir nafni.
 
Þetta er mjög sjokkerandi að skoða þar sem spurningarnar snúast að mestu leyti um kynlíf og reynslu þar að lútandi á neikvæðan hátt.
 
Ekki er verið að tala um síðu þar sem reynsla er rædd á jákvæðan og uppbyggjandi máta heldur er þetta mjög gróft. Allir geta séð þetta og óprúttnir aðilar geta notfært sér síðuna í slæmum tilgangi.
 
Tilgangur þessa bréfs er að foreldrar ræði þetta við unglingana og skoði málið.
 
Áhyggjufullur Fjallabyggðarbúi.
 
Ástæðan fyrir því að við gefum ekki upp rétt nafn á síðuna er sá að við viljum ekki auglýsa þessa tilteknu síðu og gera hana aðgengilegri en hún er í dag.

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst