Bros og hlátur á Baldoni
Trúðar, brandarar og tuskuljón voru meðal þess sem kættu krakkana þegar Sirkus Baldoni mætti á Siglufjörð á dögunum og skemmtu krökkum og foreldrum nokkuð vel.
Fjöllistamenn sirkusins léku með hverslag stól og tæki og dönsuðu meðal annars með húllahringi, á öxlum og höfði hvors annars, á súlu og hlupu um með postulínsvasa á hausnum. Í einu atriðinu sem skemmti áhorfendum sérlega vel voru áherfendur úr salnum fengnir til að búa til atriði í kvikmynd sem gekk frekar skemmtilega, en spaugilega fyrir sig.
Listir leiknar með húllahring og risahnött á hesti.
Gestir virkjaðir í skemmtilegum atriðum.
Að lokinni sýningu flyktust krakkararnir út með bros á vör ásamt foreldrum sínum en um 100 manns mættu á sýninguna.
Athugasemdir