Brúðkaupsgestir á tjaldstæðinu

Brúðkaupsgestir á tjaldstæðinu Hitti þessa fínu fjölskyldu á tjaldstæðinu og spurði á hvaða ferðalagi þau væru. Við vorum boðinn hingað í brúðkaup vina

Fréttir

Brúðkaupsgestir á tjaldstæðinu

Kvöldverður á tjaldstæðinu
Kvöldverður á tjaldstæðinu

Hitti þessa fínu fjölskyldu á tjaldstæðinu og spurði á hvaða ferðalagi þau væru.

Við vorum boðinn hingað í brúðkaup vina okkar og veislan var hér í rauða húsinu svo það var þægilegt að vera með börnin í tjaldvagninum hér og eitt stykki ömmu með sem barnapíu segja hjónin Jón Bergur Egilsson og Þórlaug Sæmundsdóttir ánægð eftir skemmtilega helgi.

Með í för eru dæturnar Kría og Hrafnfífa og svo amma Jónína Magnúsdóttir, fjölskyldan býr í Reykjavík en amma býr á Selfossi.

Spjallað og leikið á tjaldstæðinu

Aðspurð um hvort þau séu hér á Sigló í fyrsta sinn, er svarið að þau hafa komið hér áður á ferðalagi um landið og voru innilega sammála að bærinn verði bara fallegri með hverju ári og skemmtilegt að sjá alla þessa uppbyggingu sem á sér stað hér í bæ.

Fréttaritari hafði heyrt á bæjarlínunni að lögreglan hefði fengið kvartanir um hávaða við tjaldstæðið og amma Jónína sagði. ja það voru svo sem engin ólæti bara smá tónlistar ómur frá veislum í bæði rauða og bláhúsinu.

Já það er rétt segir undirritaður það var árgangsmót líka í blá húsinu, árgangur 55, 60 ára ungmenni að skemmta sér en þau voru svo kurteis að fara bara í partí hjá Leó Óla sem á hús við Aðalgötuna og þar við hliðina var ball í Allanum og hinum megin var fullt af fólki í Aðalbakaríinu að horfa á Gunnar Nelson.

Amma Jónína og ömmustelpan Kría

Þetta er nú reyndar mjög flott með tjaldstæði svona alveg í miðbænum með smábátahöfn og öllu en við höfum heyrt eitthvað um að það eigi kannski að færa tjaldstæðið segir Nonni (Jón Bergur).

Undirritaður segir þeim í stuttu máli frá framtíðar plönum um uppbyggingu á "suður eyrinni" og líst þeim vel á það allt saman.

Litla sæta Hrafnfífa að leika sér með stein

Ætlið þið svo beint heim eftir þetta? Nei við fórum eitthvað áfram með tjaldvagninn, kannski til Hríseyjar, við höfum verið þar áður og líkar ákaflega vel við alla aðstöðu þar.

Takk fyrir spjallið og góða ferð.

Kría

Sæt mynd: Krummafætur

Myndir: Jón Ólafur Björgvinsson og Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Jón Ólafur Björgvinsson 


Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst