Eldsmiðurinn í Fjallabyggð

Eldsmiðurinn í Fjallabyggð Ég heyrði af því að fyrirhugað væri að byrja á Eldsmíði á Siglufirði. Ég hafði upp á Brynjari nokkrum sem hefur sést hér báðu

Fréttir

Eldsmiðurinn í Fjallabyggð

Ég heyrði af því að fyrirhugað væri að byrja á Eldsmíði á Siglufirði.

Ég hafði upp á Brynjari nokkrum sem hefur sést hér báðu megin við Héðinsfjörð og bað hann að senda mér smá upplýsingar um sig og pælinguna á bak við Eldsmíðina.

Persónulega finnst mér þetta mjög spennandi verkefni. Hér fyrir neðan er það sem Brynjar sendi mér.

Svar Brynjars.

Fyrirhugaðri eldsmiðju er ætlað að vera staðsett á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Samkomulag við Örlyg Kristfinnson, safnstjóra, um samvinnu gagnvart umræddu verkefni liggur fyrir. Síldarminjasafnið leggur fram húsnæði sem og safngripi sem tilheyra eldsmíði.

Verkefnið, Eldsmiðja í Fjallabyggð, er ætlað að vera lifandi verkstæði í anda áranna 1920-1950. Eldsmíði er forn iðgrein sem í seinni tíð hefur átt í vök að verjast og verið við það að gleymast. Víða um hinn vestræna heim hefur á síðustu árum verið mikil vitundarvakning gagnvart mikilvægi iðninnar og að halda henni lifandi, m.a. í  þágu ferðaþjónustu. Eldsmiðjan er einnig hugsuð sem staður fræðslu fyrir menntastofnanir og almenning í formi námskeiðshalds. Þar er sérstaklega horft til samstarfs við Menntaskólann á Tröllaskaga, sem og aðra. Verkefnið verður einnig í hlutverki sínu áningarstaður ferðamanna, þar sem gestir geta fylgst með handverki járniðnaðarmanna fyrr á tíð.

Eldsmíði er líklega ein af þeim fáu verkgreinum þar sem fengist er við hin fornu frumefnin: Eld-Vatn-Jörð-Loft. Sannarlega er notaður eldur við hitun á járni, vatn er notað til kælingar sem og jöfnunar á eldi, loft er súrefnið sem eldurinn þarf og er jafnframt notað til stýringar á hitastigi hans, og að lokum má segja að frumefnið jörð sé járnið sem efniviður.

Og hver er maðurinn?

eld

Ég heiti Brynjar Kristjánsson fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Kristjáns Guðna Sigurjónssonar (Ólafsfirðingur) og Sigurveigar Margrét Ólafsdóttur (Siglfirðingur) sem er barnabarn Veigu Gosa. Þannig að það mætti segja að ég sé einn af Gosunum svokölluðu. Menntaður stálskipasmiður ásamt því að vera framreiðslumeistari og kennari, ég er yngstur af 11 systkinum og faðir 3 barna. Mín uppvaxtarár tengjast sjómennsku, bræður mínir allir eru ýmist vélstjórar eða skipstjórar og stýrimenn, systur mínar gegna ýmsum störfum, ein er kennari, önnur vinnur við ungmenni og ein er sjálfstæður atvinnurekandi og hugsar um manninn sinn Ég ólst upp við það að hafa ömmu á heimilinu, yndislega konu sem í raun ól mig upp, hún Munda amma (Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir) leyfði mér ekkert að komast upp með neitt múður, iðulega þegar ég kom heim úr skólanum kom ég að eldhúsborðinu þar sem fyrir lágu allskonar kræsingar, þar sátu líka iðulega gestir, konur frá Sigló Anna Bjarna, Sigga Bjarna ofl enda ekkert skrýtið því þetta voru skyldmenni mín, ég hlustaði oft á sögur af Sigló og einhvern veginn fannst mér oft eins og Sigló væri e.h. sem væri í hjarta mínu ? 

Ég var nú líka minntur á það að ég væri ættaður frá Ólafsfirði það sáu þau vel um mamma og pabbi, langamma mín var ljósmóðir á Ólafsfirði og hét Guðfinna Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Pálssonar á Brimnesi. Amma og afi hófu sinn búskap á Ólafsfirði og byggðu sér hús, það hús stendur enn og lítur vel út, í dag heitir það hús Skipholt en hét áður Sigurjónshús, eðlilega .

Að koma hingað í Fjallabyggð hefur gefið mér gífurlega mikið, ég tala ekki um það að vitja uppruna síns heldur aðalega það hvernig fólk hefur tekið mér gífurlega vel hvort sem er vestanmeginn eða austanmeginn, fyrir mér er Fjallabyggð vestur og austurbær, ég tel mig lánsaman að komast í það starf sem ég inni nú, gífurlega menntaðarfullur skóli. 

Hér er svo mynd af Brynjari þar sem hann er að skoða bátsskrokk sem var hnoðaður saman og er á langanesi.

eldur

Svo í lokin er hér myndband sem Brynjar heldur mikið upp á sem sýnir að einhverju leiti hvernig eldsmíðin virkar. /p>

 

Forsíðumynd. Jón Hrólfur


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst