Ell Sol í Alþýðuhúsinu
Miðvikudaginn 20. jan. 2016 kl. 20.00 flytur Ell Sol tónlist á sinn einstaka hátt í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Ell Sol ( Joan Mena ) er Katalónískur söngvari og lagahöfundur sem flytur lögin sín með nýstárlegri listrænni aðferð. Hann leitast við að kafa dýpra og tengjast áhorfandanum á tilfinningaríkan hátt. Lögin flytur hann á Katalónísku en gerir það á óhefðbundinn máta þannig að tungumálið verður skiljanleg tjáning.
Eftir rúmlega 150 uppákomur um Evrópu og Vestur Afríku, þar sem hann vann með ýmsum þekktum listamönnum eins og Zea ( The Ex ) Eric Boros ( Vialka ) Howie Reeve eða King Ayisoba ( á toppnum í Gana ), flytur ELL SOL nýjasta verk sitt PWALUGU á Ísland í jan. 2016.
Áleitin könnunarferð tónlistar með hefðir og hljóðfall ættbálka að fyrirmynd.
LINKS
www.ellso.tk
https://ellsol.bandcamp.com
https://www.youtube.com/watch?v=s_VFIObYgW8
https://www.youtube.com/watch?v=bw1FUNp7SmI
Athugasemdir