Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra

Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra Þann 1. janúar 2015 mun embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra taka til starfa. Frá og með sama tíma

Fréttir

Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra

Þann 1. janúar 2015  mun embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra taka til starfa.  Frá og með sama tíma verða lögð niður embætti sýslumanna á Akureyri, Húsavík og Siglufirði. Jafnframt flyst lögreglustjórn frá sýslumannsembættum á Akureyri og Húsavík til nýs embættis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 
Allar skrifstofur fyrri sýslumannsembætta verða áfram starfræktar og þar veitt sú þjónusta sem sýslumannsembættum ber að veita og með sem bestum hætti.  Einnig verður útibú starfrækt á Dalvík, svo sem verið hefur.

Opnunartími og símanúmer
Allar skrifstofur embættisins verða opnar frá kl. 9:00 til kl. 15:00 alla virka daga, svarað verður í síma á sama tíma. Þó mun útibú á Dalvík loka kl. 13:00. 
Nýtt símanúmer embættisins verður 4582600, vefsíða embættisins er á www.syslumenn.is og þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um starfsemi hins nýja embættis s.s. númer bankareikninga embættisins, hvert beina skuli rafrænu erindum o.fl.  Netfang embættisins er nordurlandeystra@syslumenn.is. 
Vakin er athygli á því að föstudaginn 2. janúar verða sýslumannsembættin í landinu lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfisbreytinga.

Málaflokkar embættisins
Á öllum skrifstofum verður veitt þjónusta vegna vegabréfa, ökuskírteina, almannatrygginga, þinglýsinga og tekið á móti greiðslum vegna opinberra gjalda auk annarrar þjónustu sem veita ber samkvæmt lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.  Takmörkuð þjónusta er veitt í útibúi á Dalvík.
Tekið er við gögnum vegna allra málaflokka á öllum skrifstofum og upplýsingar veittar eins og kostur er en nánari afgreiðsla erinda markast af innra skipulagi embættisins. 
Löglærðir fulltrúar verða með aðsetur á Akureyri og Húsavík. Að svo stöddu mun verða boðið upp á reglulega viðveru- og viðtalstíma löglærðra fulltrúa á Siglufirði og Dalvík samkvæmt nánara fyrirkomulagi.
Engar breytingar verða á sérverkefnum sem unnin hafa verið á skrifstofu embættisins á Siglufirði.

Stjórnendur og starfsfólk
Svavar Pálsson sýslumaður á Húsavík hefur verið skipaður til að gegna embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra og tekur hann við því embætti 1. janúar 2015.  Undanfarna mánuði hefur umtalsverð undirbúningsvinna átt sér stað vegna stofnunar embættisins í góðu samstarfi verkefnisstjórnar sem skipuð er fulltrúum starfsfólks en auk þess hafa vinnuhópar starfsfólks verið að störfum.
Daglegir stjórnendur á skrifstofum embættisins verða sem hér segir:  Á Akureyri Guðjón J. Björnsson, staðgengill sýslumanns, og Birna Ágústsdóttir, skrifstofustjóri. Á Siglufirði Anna Marie Jónsdóttir. Sýslumaður situr á Húsavík. 
Flestir starfsmanna hinna gömlu embætta munu áfram starfa við þá málaflokka sem þeir áður sinntu. Því er lögð sérstök áhersla á að þjónustuþegar, íbúar og fyrirtæki, eigi ekki að verða varir við breytingar á skipulagi embættanna. Því verði áfram veitt góð þjónusta á öllum starfsstöðvum hins nýja embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra.   

Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst