Kvenfélagið Von á Siglufirði

Kvenfélagið Von á Siglufirði Kvenfélagið Von á Siglufirði var stofnað 13. nóvember 1917. Meginmarkmið kvenfélagsins er að styðja árlega góð málefni,

Fréttir

Kvenfélagið Von á Siglufirði

Kvenfélagið Von á Siglufirði var stofnað 13. nóvember 1917.  Meginmarkmið kvenfélagsins er að styðja árlega góð málefni, einkum líknarmál sem varða börn og eldri borgara, með fjármunum og alls konar vinnu félagskvenna.

Sigríður Jónsdóttir, Móðir Önnu Snorradóttur, átti skautbúning sem áður fyrr var alltaf notaður á hátíðahöldunum á Siglufirði 17. júní.  Þegar sá búningur var úr sér genginn, stóð Anna fyrir því að þær kvenfélagskonur komu upp nýjum búningi um aldamótin 2000.  Sá búningur hefur nú verið settur upp til sýnis í bókasafninu á Siglufirði.  Á bókasafninu gefst fólki kostur á að sjá búninginn á gínu sem þar stendur í vönduðu glerbúri.

Aðalfjáröflun félagsins er sala minningarkorta sem eru seld í Aðalbúðinni og Siglósport.  Einnig má hafa samband beint við kvenfélagskonurnar sjálfar til að kaupa minningarkort.

Næsta uppákoma sem kvenfélagið kemur að, er skemmtun eldri borgara sem fram fer í Skálarhlíð í maí á hverju ári, þegar vetrarstarfi eldri borgara lýkur.

 

Pálína gjaldkeri, Auður ritari, Guðlaug formaður, Anna fyrrv. form.

Frá vinstri:
Pálína Pálsdóttir gjaldkeri, Auður Björnsdóttir ritari, Guðlaug Guðmundsdóttir formaður
fremst situr Anna Snorradóttir fyrrverandi formaður.

Myndir og texti: GSH


Athugasemdir

01.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst