Frakkland í Fjallabyggð
Tvær gamanmyndir og ein rómantísk ástarsaga verða sýndar á
Frönsku kvikmyndahátíðinni á Norðurlandi sem hefst í Fjallabyggð laugardaginn 15. mars.
Hugmyndin að sýningunum hér kviknaði í heimsókn franska sendiherrans, Marc Bouteiller, og Orra Vigfússonar til Siglufjarðar í fyrrasumar og verða þeir félagar viðstaddir fyrstu sýninguna.
Greinilegt er að íbúum Fjallabyggðar er mikill heiður sýndur með þessum viðburði og er því full ástæða fyrir okkur að fjölmenna á sýningarnar. Rétt er að nefna í þessu sambandi að Þjóðlagahátíðin í sumar verður með frönsku yfirbragði.
Kvikmyndahátíðin heldur síðan áfram á Akureyri á sunnudag og mánudag.
Tvær sýningar verða í Bláa Húsinu á Rauðkutorgi og ein mynd í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Marc Bouteiller, sendiherra mun flytja stutt ávarp við upphaf fyrstu sýningar.
Sýningarnar verða sem hér segir:
Bláa Húsið kl. 14:00 - Starbuck, gamanmynd frá 2011. Hún hefur unnið til níu verðlauna og með 14 tilnefningar á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Íslenskur texti.
Tjarnaborg kl. 16:00 - Þríburarnir frá Belleville
Gamanmynd - teiknimynd frá 2003. Tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna 2004. Mynd sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga á mörgum kvikmyndahátíðum. Án tals.
Bláa Húsið kl. 17:30 - Prinsessan af Montpensier.
Mynd frá 2010 sem hefur fengið fjölda tilnefninga á kvikmyndahátíðum og unnið til nokkurra verðlauna. Drama - rómantík. Enskur texti.
Sjá nánar:
HYPERLINK "http://www.fjallabyggd.is/is/frettir/kvikmyndasyningar-i-fjallabyggd/" http://www.fjallabyggd.is/is/frettir/kvikmyndasyningar-i-fjallabyggd/
Athugasemdir