Fékk ekki atkvæði Sjálfstæðisflokksins
sksiglo.is | Almennt | 15.01.2015 | 21:49 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1140 | Athugasemdir ( )
Sá sérstæði atburður gerðist á bæjarsjórnarfundi í Fjallabyggð að Sjálstæðisflokkurinn sat hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningu nýs bæjarstjóra.
Gunnar I Birgisson fyrrum alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi flokksins í áratugi í Kópavogi virðist ekki vera talinn hæfur að mati flokkssystkina sinna í Fjallabyggð.
Siglo.is býður Gunnar velkominn til starfa með von um að ráðning hans reynist gæfuspor fyrir íbúa Fjallabyggðar.
Athugasemdir