Ferðamenn geta andað léttar

Ferðamenn geta andað léttar Nýrri tegund af fuglafælu hefur nú verið komið fyrir á tveimur stöðum við Siglufjarðarhöfn og er hún gædd þeim eiginleikum að

Fréttir

Ferðamenn geta andað léttar

Hátalarnir settir upp. Ljósmynd sk21.is
Hátalarnir settir upp. Ljósmynd sk21.is

Nýrri tegund af fuglafælu hefur nú verið komið fyrir á tveimur stöðum við Siglufjarðarhöfn og er hún gædd þeim eiginleikum að gefa frá sér akveðið fuglahljóð sem fælir varginn frá. Að vanda kemur slökkvibíllinn sér vel þegar unnið er í háloftunum á svæðinu og var engin undantekning nú á.

Hljóðið sem hátalarnir gefa frá sér líkist varnarhljóði viðkomandi fuglategundar sem hrekur þá á brott og kemur það fyrir með ákveðnu millibili. Fyrir fólk virkar þetta eins og umhverfishljóð og eigum við því ekki að verða var við það, annað en byssurnar sem notaðar hafa verið hingað til og hafa nánast gefið ferðamönum stríðshrjárðra landa hjartastopp í friðsælum firðinum. 

Fuglafælur settar upp

Lósmyndir Steingrímur Kristinsson www.sk21.is 


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst