Fjallabyggð prýðir efstu þrjú sætin á Tripadvisor

Fjallabyggð prýðir efstu þrjú sætin á Tripadvisor Vel hefur gengið að byggja upp grunn af ferðaþjónustu í Fjallabyggð og prýða nú gististaðir

Fréttir

Fjallabyggð prýðir efstu þrjú sætin á Tripadvisor

Skjáskot af vef Trip Advisor 27.08.2015
Skjáskot af vef Trip Advisor 27.08.2015

Vel hefur gengið að byggja upp grunn af ferðaþjónustu í Fjallabyggð og prýða nú gististaðir bæjarfélagsins efstu þrjú sætin á lista Trip Advisor yfir 32 gististaði á norðurlandi.

Í efsta sæti er nýopnað Sigló Hótel en þar á eftir koma Brimnes Hótel og Siglunes Guesthouse en í fjórða sæti er síðan Icelandair hótelið á Akureyri.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og er grunnur hennar að verða nokkuð sterkur. Nú er komið að enn frekari uppbyggingu í afþreyingu og eru þegar nokkrir aðilar farnir af stað með fjölbreytt úrval og stærri ferðaþjónustuaðilar farnir að fylgjast með því hvað er í boði á svæðinu. Síldarminjasafnið dregur til sín fjölda ferðamanna á ári hverju, Arctic Freeride hóf ógleimanlegar ferðir á Múlakollu síðastliðinn vetur með frábærum undirtektum, Icelandic Outback stefnir á að hefja ferðir með leiðsögn innan skamms, Gestur Hansa er með gönguleiðsagnir um svæðið, bátsferðir frá Sigló Hótel hafa vakið mikla lukku og hestaferðir frá Sauðanesi eru skemmtileg afþreying svo fátt eitt sé nefnt. 

Ljóst er að svæðið hefur uppá mikla möguleika að bjóða og að hraður vöxtur á eftir að vera í ferðaþjónustu í Fjallabyggð á næstu misserum. 


Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst