Frábćr stemmning á paramóti Rauđku í blaki
Frábær stemmning á paramóti Rauðku í blaki
Föstudaginn langa fór fram paramót Rauðku í blaki en mótið er haldið til styrktar standblaksvellinum á Siglufirði. Þetta fjórða árið sem mótið er haldið og var metþáttaka þetta árið. Alls mættu 32 pör eða 64 blakarar til leiks í ár og voru þátttakendur á öllum aldri og með mismikla blakreynslu en allir með áhuga á þessari skemmtilegu íþrótt.
Mótið fór þannig fram að þrjú og þrjú pör voru saman í lið og var dregið í lið fyrir hverja hrinu. Hvert par spilaði 7 hrinur og var hver hrina upp í 15 stig. Góð stemning var í íþróttahúsinu og mikil spenna enda vegleg verðlaun í boði. Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir tvö efstu sætin en tvö pör enduðu jöfn að stigum í efsta sæti en það voru annars vegar Dawid og Eva Björk og hins vegar Arnar Þór og Anna María. Bæði pörin fengu gjafabréf frá Rauðku að veglegri máltíð á Hannes Boy í verðlaun. Einnig voru dregin út fullt af happdrættisvinningum og fengu fjölmargir blakarar m.a. páskaegg og gómsætar ostakökur í vinning.
Aðstandendur mótsins vilja þakka öllum þátttakendum fyrir þátttökuna og þeim sem aðstoðuðu okkur við framkvæmdina fyrir hjálpina. Einnig viljum við nota tækifærið og þakka styrktaraðilum fyrir þeirra framlag til mótsins.
Strandblaksnefndin
Athugasemdir