Framkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir ganga vel Þakjárnið smellur á, innveggir rýsa, lagnaleiðir lagðar út, klósettkassar komnir upp og syðri gistiálman tekur á sig mynd. Hótelið

Fréttir

Framkvæmdir ganga vel

www.sk21.is - 2014-08-12 09-21-10-sk-010
www.sk21.is - 2014-08-12 09-21-10-sk-010

Þakjárnið smellur á, innveggir rýsa, lagnaleiðir lagðar út, klósettkassar komnir upp og syðri gistiálman tekur á sig mynd. Hótelið allt orðið fokhelt í lok september.

Rífandi gangur er nú á framkvæmdasvæði Hótel Sunnu og er fjöldi iðnaðarmanna á svæðinu að aukast. Þakjarn hefur nú að stórum hluta verið sett á nyrðri álmu hótelsins og klæðning að miklu leiti komin á. Er nú unnið í uppsteypun á móttökkurými hótelsins þar sem veitingastaður, bar, kaffihús, koníaksstofa og svítur eru staðsettar. 

Að sögn starfsmanna á svæðinu vekur framkvæmdin mikla eftirtekt hjá ferðalöngum á Siglufirði sem margir hverjir staldra við til að bera augum upplýsignaskiltin á girðingunni og smella af nokkrum myndum. Yfirbragð hótelsins virðist vekja mikla lukku þar sem lágreyst og falleg byggingin umlukin af smábátahöfninn heillar þá ferðalanga sem út í hana spyrja. 

Mikil aukning varð á ferðamönnum á Siglufirði á líðandi sumri en samkvæmt forsvarsmönnum Rauðku ehf. er mikið stökk á milli ára, allt að 40% að jafnaði yfir árið. Aukning er í framboði á afþreyingu yfir sumartíman og mun það enn aukast á næsta ári. Veturinn er sérstaklega góður með tilliti til aukinna umsvifa. Mikill uppgangur er í vetrarferðamennsku á Tröllaskaga með tilkomu fjalla- og þyrluskíðamennsku ásamt norðurljósaferða og því miklir möguleikar á komandi árum bæði sumar og vetur. 

www.sk21.is

Mikil stillansavirki eru utan á hótelinu þessa dagana enda unnið í þaki og klæðningu (mynd tekin 29.júlí). 

Hótel Sigló

Séð út um glugga á efri hæð hótelsins.

Hótel Sigló

Hótel Sigló

Járnabindimottur lagðar niður á gang efri hæðar.

Hótel Sigló

Tenging á salerniskassa.

 

Ljósmyndir Steingrímur Kristinsson www.sk21.is og Jón Hrólfur Baldursson


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst