Framkvæmdir viku á undan áætlun
sksiglo.is | Almennt | 18.03.2014 | 09:45 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 449 | Athugasemdir ( )
Framkvæmdir við stækkun neðra skólahúss eru um það bil viku á undan áætlun samkvæmt bygginganefnd grunnskólans og hafa samskipti milli verktaka og skólastjórnenda verið til fyrirmyndar.
Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að 171.000.000kr fari í stækkun skólahússins á þessu ári með búnaðarkaupum og að 4.000.000 fari í ýmsar framkvæmdir við skólahúsið á Ólafsfirði. Engar breytingar hafa verið gerðar á byggingunni sem áhrif hafa á kostnað framkvæmdarinnar.
Athugasemdir