Franska kvikmyndahátíðin

Franska kvikmyndahátíðin Kvikmyndasýningar í tengslum við frönsku kvikmyndahátíðina voru á Siglufirði og Ólafsfirði um síðustu helgi. Sýndar voru

Fréttir

Franska kvikmyndahátíðin

Kvikmyndasýningar í tengslum við frönsku kvikmyndahátíðina voru á Siglufirði og Ólafsfirði um síðustu helgi. Sýndar voru myndirnar Starbuck og La Princesse de Montpensier (Prinsessan af Montpensier) í Bláa húsinu á Rauðku Torgi og Les triplettes de Belleville (Þríburarnir frá Belleville) í Tjarnarborg á Ólafsfirði.
 
Ég fór og sá myndina Starbuck ásamt fjölda annarra sem sóttu sýninguna og ég get hiklaust mælt með þeirri mynd. Frakkarnir kunna að gera bíómyndir og sérstaklega finnst mér húmorinn hjá þeim góður. Ég skemmti mér allavega stórvel og mér sýndist allir aðrir gera það líka.
 
Söguþráður myndarinnar "Starbuck" : David er 42ja ára en hegðar sér ennþá eins og óábyrgur unglingur. Hann siglir í gegnum lífið með minnstu mögulegu áreynslu og er í flóknu sambandi við Valerie, unga lögreglukonu. Á sama tíma og hún tilkynnir að barn sé á leiðinni, kemur fortíð hans upp á yfirborðið. Tuttugu árum áður stundaði hann þá iðju að selja sæði sitt til sæðisbanka. Hann uppgötvar að sökum þessa á hann nú 533 börn og þar af hafa 142 þeirra höfðað mál saman til að komast að því hver líffræðilegur faðir þeirra er, en þau þekkja hann eingöngu undir nafninu Starbuck.

Upplýsingar um mynd fengust á fff.is

Í tilefni þess að franska kvikmyndahátíðin teygði sig til Fjallabyggðar bauð veitingahúsið Hannes Boy upp á franska matargerð á laugardagskvöldinu sem var vel sótt og gestir hæstánægðir með.

Og að sjálfsögðu tók ég nokkrar myndir á sýningunni.
franska
franska
franskaÞeir Örlygur og Jón Steinar skemmtu sér konunglega.
franskaGóð aðsókn var á myndirnar í Bláa húsinu og almenn ánægja með franska kvikmyndagerðalist.
franska3 gráir. Þessir þrír gráhærðu herramenn, þeir Gulli Stebbi, Jón Steinar í miðjunni og Höddi Júll voru hæstánægðir með sýninguna.
franskaIngvar Erlingsson var mjög sáttur.
franskaHér eru Alla Sigga og Höddi Júll líklega að ræða saman um myndina.
franskaFranski sendiherrann og frú hans mættu að sjálfsögðu á sýninguna. Hér eru þau með Orra Vigfússyni. Orri er lengst til vinstri á mynd, Odile Bouteiller og Marc Bouteiller sendiherra Frakka á Íslandi.
 

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst