Frumsýning - Við erum í vatninu
sksiglo.is | Almennt | 22.02.2014 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 168 | Athugasemdir ( )
Í Menningarhúsinu Tjarnarborg verður á sunnudaginn kemur, 23. febrúar kl. 14:00, frumsýnd myndin Við erum í vatninu eftir Svavar B. Magnússon, breytt og samsett af Alice Liu.
Einnig verður til sýnis hreyfimynd og videó verk, framleitt og samsett af Alice Liu.
Alice Liu verður til staðar eftir sýningu, og svarar fyrirspurnum.
Sýning myndarinnar er hluti af Kvikmyndahátíð frá Hong Kong en um helgina verða einnig sýndar myndir í Listhúsinu Ólafsfirði.
Athugasemdir