Fyrsta veislan
Í síðustu viku var þeim merka áfanga náð að klára að steypa neðri plötuna í Hótel Sunnu. Í
því tilefni var blásið til fyrstu veislunnar í hótelinu þar sem veitingasalurinn var dekkaður með kræsingum, gosi og öðru sterkara
fyrir þá sem unnið hafa að verkinu á staðnum.
Nú, þegar platan hefur verið steypt fer hótelið fljótt að taka á sig heildarmynd og er stefnt að því að það verði
að fullu orðið fokhelt í lok september. Klæðningin er farin að gera vart við sig á húsinu og vinna innandyra hefur núþegar hafist
í fyrsta áfanga hótelsins og fjölgar því starfsafli á svæðinu töluvert.
Gunnar St Ólafsson verkfræðingur og byggingastjóri Hótel Sunnu
Séð af efri hæðinni.
Kvæðamannafélagið mætti á svæðið.
Athugasemdir