Gestir

Gestir Þrír listamenn sem hafa búið og starfað á Siglufirði undanfarið verða með sýningu á verkum sínum í dag, sunnudaginn 2. mars. Þetta eru þau Nefeli

Fréttir

Gestir

Þrír listamenn sem hafa búið og starfað á Siglufirði undanfarið verða með sýningu á verkum sínum í dag, sunnudaginn 2. mars.
 
Þetta eru þau Nefeli Pavlidu, Lefteris Jakumakis og J.Pasala.
 
Nú styttist í það að listamennirnir yfirgefi Siglufjörð og haldi heim.
 
Öll segjast þau að þau hafi fallið fyrir Siglufirði og séu hreinlega ástfangin af bænum. 
 
Nefeli og Lefteris hafa búið og starfað á Siglufirði síðan í ágúst á síðasta ári. J.Pasala er að koma til Siglufjarðar í fjórða skiptið og hefur hún dvalið hér síðan í janúar. 
 
En eins og fyrr segir eru þau að yfirgefa Siglufjörð og hafa ákveðið að halda sýningu á verkum sínum áður en þau yfirgefa bæinn og sýningin heitir Gestir.
 
Nefeli og Lefteris verða með sína sýningu að Aðalgötu 18. Húsið opnar kl. 14:00 og verður opið til 18:00
 
J.Pasala verður með sína sýningu í Ljóðasetrinu sem er við Túngötu 5 frá kl. 16:00 til 18:00
 
gestirJ.Pasila
 
gestirLefteris.
 
gestirNefeli.

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst