Glæsileg dagskrá um páskana
Sjálstæðisfélag Fjallabyggðar hefur unnið glæsilega útgáfu með dagskrá páskanna sem liggur nú frami á ótal stöðum svo gestum svæðisins sé ljóst hvað hægt er að gera yfir páskana.
Meðal annars verður Fjallafjör í skarðinu, Leiksýning í Tjarnarborg, bjórsmökkun hjá Segul 67, Dívushow og ball á Allanum, ljósmyndasýning í bláa húsi Rauðku, Síldarminjasafnið opið og myndlistasýning í Ráðhúsinu. Kökuhlaðborð verður á Hannes Boy, After Ski stemning á Sigló Hótel og sérstakt barnahlaðborð með afþreyingu á kvöldin fyrir yngri kynslóðina.
Sannkölluð fjölskylduhátíð á Sigló um páskana og hér að neðan má skoða dagskránna betur.
Athugasemdir